Common description

Alfagar I Village er 3ja stjörnu íbúðagisting nálægt Santa Eulalia ströndinni í Albufeira, frábær kostur í rólegri kantinum og hentar vel fyrir fjölskyldur sem og pör sem vilja slaka á og njóta einstaks útsýnis frá hótelinu yfir hafið.



Hótelgarðurinn er feiknastór með sundlaugum og sólbaðsaðstöðu. Stórskemmtilegur vatnagarður með rennibrautum er í garðinum þar sem er stór rennibraut ásamt nokkrum minni.



Á hótelinu eru veitingastaðir og barir, þar sem annars vegar er hægt að snæða af hlaðborði eða a la carte.



Íbúðirnar eru huggulegar, allar með eldhúskrók og svölum eða verönd. Hægt er að fá íbúðir með 2 svefnherbergjum sem taka allt að 6 manns.



Á hótelinu er heilsurækt, tennisvellir, súpermarkaður ásamt annari þjónustu.



Góður og hagstæður kostur.




Hotel Alfagar I Village on map

 
 
 

Sociale medier


 
Visa MasterCard MoobilePay
This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply
Detur Rejser – en del af Aventura Travel Group
© Copyright Detur 2025