Common description

Glæsilegt lúxushótel alveg við La Barrosa ströndina. Þessi heillandi 5 stjörnu gististaður svíkur engan. Veitingastaðir hótelsins bjóða upp á sælkeramat frá Andalúsíu héraði en 4 veitingastaðir og 2 barir eru á hótelinu. Heilsulindin SPA Sensation er tilvalinn staður til að slaka á eftir langan dag á golfvellinum. Á hótelinu má einnig finna líkamsrækt, barnaklúbb, fundarherbergi, hárgreiðslustofu og fleira. Hótelgarðurinn er feiknastór með 2 upphituðum sundlaugum, barnalaug, góðri sólbaðsaðstöðu og snakkbar. Við ströndina er svo strandbar og sólbekkir. Herbergin eru fallega hönnuð í ljósum og björtum litum. Við hlið hótelsins er hægt að leigja hjól. Stutt er að ganga í verslunarkjarna þar sem má finna kaffihús, veitingastaði, bari, súpermarkað, apótek, golfverslun og fleira.
Hotel Iberostar Selection Andalucia Playa Novo Sancti Petri on map

 
 
 

Sociale medier


 
Visa MasterCard MoobilePay
This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply
Detur Rejser – en del af Aventura Travel Group
© Copyright Detur 2025