Common description
Glæsilegt lúxushótel alveg við La Barrosa ströndina. Þessi heillandi 5 stjörnu gististaður svíkur engan. Veitingastaðir hótelsins bjóða upp á sælkeramat frá Andalúsíu héraði en 4 veitingastaðir og 2 barir eru á hótelinu. Heilsulindin SPA Sensation er tilvalinn staður til að slaka á eftir langan dag á golfvellinum. Á hótelinu má einnig finna líkamsrækt, barnaklúbb, fundarherbergi, hárgreiðslustofu og fleira. Hótelgarðurinn er feiknastór með 2 upphituðum sundlaugum, barnalaug, góðri sólbaðsaðstöðu og snakkbar. Við ströndina er svo strandbar og sólbekkir. Herbergin eru fallega hönnuð í ljósum og björtum litum. Við hlið hótelsins er hægt að leigja hjól. Stutt er að ganga í verslunarkjarna þar sem má finna kaffihús, veitingastaði, bari, súpermarkað, apótek, golfverslun og fleira.
Hotel
Iberostar Selection Andalucia Playa Novo Sancti Petri on map